Fréttabréf – Janúar 2020

Aðalfundur AIRC
AIRC alþjóðasamtök réttinga- og málningarverkstæða verða með aðalfund sinn þann 11 feb hér á Íslandi og eru stjórn FRM að leggja síðustu hönd á undirbúninginn fyrir fundinn. Í sambandi við fundinn koma 25 manns til fundarstarfa og einnig aðrir 20 verkstæðiseigendur víða frá Evrópu. Þann 12 feb. verður farið með allan hópinn í heimsóknir á nokkur verkstæði.

BGS
BGS boðaði stjórn FRM á fund til að ræða hvort það væri hljómgrunnur fyrir samstafi á öðrum málefnum svo sem sameigilegt gæðakerfi og fl. Þetta eru mál sem við verðum að taka fyrir á aðalfundi FRM.

Polysil
Á AIRC fundinum mun Polysil kynna nýja gerð plastgrunna sem eiga að spara tíma og einfalda vinnuferla við málun á plasthlutum. Michael Bollmann frá Polysil mun halda kynningu á þessum efnum fyrir verkstæðiseigendur þann 13. feb hjá Bílastoð á Smiðjuvegi 38 Kópavogi.
Nánari tímasetning verður auglýst síðar. Endilega taka daginn frá.

Kveðja,

Stjórn FRM