Um félagið

FRM – Félag réttinga- og málningarverkstæða var stofnað árið 2010. Undanfari stofnunar má rekja til ársins áður, 2009 þegar nokkrir verkstæðiseigendur hittust til þess að ræða hagsmunamál verkstæðanna og var því ljóst að það þyrfti að stofna félag til þess að keyra málin áfram.
Undanfarin ár hefur félagið áorkað mörgum verkefnum, en mörg verkefni eru framundan. Félagið hefur hagsmunamál félaga sinna að leiðarljósi. Eitt af markmiðum félagsins er m.a. að verkstæðin miðli þekkingu sín á milli í greininni.

Þau verkstæði sem vilja gerast félagar að FRM eru hvattir til þess að senda tölvupóst á frm@frm.is

Félagið er með gæðakerfið Eurogarant. Í umboði FRM framkvæmir BSI á Íslandi úttektir byggt á Eurogarant gæðastaðlinum. Kerfið er samstarfsverkefni réttingarverkstæða í Evrópu og verður byggt upp hérlendis í samstarfi við Eurogarant í Danmörku. BSI á Íslandi sér um vottun og úttektir á eina viðurkennda Evrópustaðlinum fyrir málningar- og réttingarverkstæði. Nánari upplýsingar um gæðastaðalinn má finna á heimasíðu Eurogarant.