Um félagið

FRM – Félag réttinga- og málningarverkstæða var stofnað árið 2010. Undanfari stofnunar má rekja til ársins áður, 2009 þegar nokkrir verkstæðieigendur hittust til þess að ræða hagsmunamál verkstæðanna og var því ljóst að það þyrfti að stofna félag til þess að keyra málin áfram.
Undanfarin ár hefur félagið áorkað mörgum verkefnum, en mörg verkefni eru framundan. Félagið hefur hagsmunamál félaga sinna að leiðarljósi. Eitt af markmiðum félagsins er m.a. að verkstæðin miðli þekkingu sín á milli í greininni.
Félagið stendur reglulega fyrir ýmsum fræðslufundum og hefur félagið verið með gæðakerfi sem er tekið út af Frumherja. Nú stendur til að innleiða annað kerfi, sem er alþjóðlega viðurkennt og geta því félagsmenn óskað eftir slíkri innleiðingu á verkstæðin sín eftir að kerfið hefur verið staðfært hér á landi.
Þau verkstæði sem vilja gerast félagar að FRM eru hvattir til þess að senda tölvupóst á frm@frm.is