Fréttabréf – Maí 2019

Ágætu félagsmenn.

Það er nóg um að vera hjá okkur í félaginu, og stærsta starfsárið frá stofnun félagsins. Við höfum því ákveðið að senda hér ítarlegan póst til ykkar um stöðu mála.

Eurogarant
Félagið byrjaði árið vel og farið var til Danmerkur til þess að fá Eurogarant gæðakerfið formlega afhent. Einnig fengum við þjálfun og heimsóttum nokkur Eurogarant verkstæði, til samanburðar.
Kerfið hefur nú verið þýtt yfir á íslensku, prófarkalestur stendur yfir þessa dagana. Næstu skref er að halda áfram að vinna að samningum við hugsanlega úttektaraðila. Þegar þýðing er endanleg tilbúin og úttektaraðilar eru ákveðnir þá munum við halda kynningarfund fyrir félagsmenn og síðar tryggingafélög.

Vefsíða
Opnuð var þessi vefsíða fyrir hönd félagsins.
Nú stendur yfir uppfærsla á síðunni, en við erum þar að vinna að því að búa til heimasvæði fyrir félagsmenn, þar sem hægt verður að sækja gagnlegar upplýsingar sem við höfum fengið frá öðrum systurfélögum okkar í Evrópu.
Við erum að leita eftir styrkjum og auglýsingum á vefsíðuna, svo endilega látið vita ef þið eruð með hugmyndir.

AIRC
AIRC eru alþjóðasamtök réttinga- og málningaverkstæða, sem FRM eru meðlimir í. AIRC eru eigendur að Eurogarant. Við fórum til þeirra á aðalfund í Króatíu í apríl síðastliðnum. Þar voru rædd gagnleg málefni t.d rafbílavæðingu og helstu vandamál í tengslum við slíka væðingu, vandamál í tengslum við myndavélabúnað og evrópureglugerðir.

Samþykkt var á fundinum að næsti aðalfundur AIRC yrði haldinn á Íslandi, nánar tiltekið 11. og 12. febrúar næstkomandi. Þetta er stærsti alþjóðlegi viðburður sem haldinn hefur verið í tengslum við okkar iðngrein á Íslandi. Það eru 15 lönd sem eru aðilar að AIRC. Þetta er því góð kynning fyrir FRM og tímasetningin heppileg, en félagið á 10 ára afmæli á næsta ári.

Með von um áframhaldandi gott samstarf.

Fyrir hönd stjórnar FRM
Ragnar og Torfi.