Fréttabréf 23. ágúst 2019

Ágætu félagsmenn.

CABAS
Þann 25. júní síðastliðinn var boðað til fundar um málefni CABAS fyrir félagsmenn. Fundurinn fór vel fram og ýmis gagnleg málefni rædd t.d. að ekki væri greitt fyrir vinnu við varahlutaöflun og undirbúningstíma. Krafa var gerð á CABAS að þeir myndu vinna að úrbótum vegna þessa. Eftir samtal sem Ragnar formaður átti við Tuukka Pulkkinen (tengiliður CABAS við Ísland) í vikunni, þá var niðurstaðan að yfirmaður Tuukka mun koma til Íslands og halda fund með félagsmönnum og útskýra hvernig má framkvæma úrbætur á þessu. Á fundinum komu félagsmenn á framfæri óánægju með þjónustu CABAS á Íslandi.

Eurogarant
Eurogarant kerfið er tilbúið til notkunar. Það er verið að bíða eftir svörum úttektaraðila sem hafa dregist. Svör vegna þessa má vænta á næstu vikum.

AIRC
Eins og kom fram í síðasta fréttabréfi þá mun AIRC, alþjóðasamtök réttinga- og málningarverkstæða, sem FRM eru meðlimir í, halda næsta aðalfund á Íslandi. Aðalfundurinn verður haldinn 11-13 febrúar næstkomandi. Staðsetning fundarins er á Center Hotel Plaza Reykjavík. Þar erum við búnir að taka frá herbergi og ráðstefnusal. Unnið er að því að fá túlka og túlkunarbúnað.
Stjórnarmenn FRM eru að vinna að því að afla styrktaraðila fyrir fundinn.

Vinnueftirlitið – ráðstefna
FRM var boðið að halda erindi á vinnuverndarráðstefnu þeirra 23 október næstkomandi á Grand Hótel í tengslum við vinnuverndarviku sem þá stendur yfir í samvinnu við Vinnuverndarstofnun Evrópu (EU- OSHA). Ragnar formaður FRM mun halda erindi þar. Erindið mun bera heitið

Öndum léttar. Öryggi og meðferð hættulegra efna við bílamálun

Annað
• Thomas Krebs framkvæmdastjóri SKAD í Danmörku og eiginkona hans Charlotte komu í heimsókn til Íslands í júní síðastliðnum. Ragnar og Torfi fóru með þeim norður í nokkra daga. Heimsóttum m.a. Bílprýði á Akureyri.
• Þrjú verkstæði hafa bæst við í félagið, og viljum við bjóða þau velkomin í félagið. Með von um áframhaldandi gott samstarf.

Fyrir hönd stjórnar FRM
Ragnar Geir Gíslason